Aðalfundur Skalla - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur Skalla
Guðni Már Lýðsson formaður Skalla - félags smábátaeigenda á N-landi vestra - hefur boðað félagsmenn sína til aðalfundur nk. fimmtudag 7. október.


Fundurinn verður haldinn á veitingahúsinu Harbour á Skagaströnd og hefst kl 15:00.


Mikil gróska hefur verið í útgerð smábáta frá Skagaströnd og vonast formaður til að fundarsókn endurspegli þann mikla áhuga.


Skalli á rétt á tveimur fulltrúum á aðalfund LS sem haldinn verður á Grand Hótel 14. og 15. október nk.   Alls eru 54 bátar í eigu félagsmanna.


Forsvarsmenn LS munu mæta á fundinn og fara yfir þá stöðu sem nú ríkir í málefnum smábátaeigenda.

 

efnisyfirlit síðunnar

...