Month: December 2021
-
Strandveiðar gulls ígildi fyrir sjávarútveginn
Á Þorláksmessu birtist í Morgunblaðinu grein eftir Örn Pálsson. „Flestum sem starfa við sjávarútveginn er löngu ljóst hversu strandveiðar hafa auðgað mannlíf, tilveru og þjónustu hinna dreifðu byggða. Fjölmargar hafnir fyllast af smábátum yfir sumarið, þaðan sem þeir streyma á miðin árla morguns og landa árangri dagsins síðar sama dag. …
-
Niðurstöður haustrallsins
Hafrannsóknastofnun hefur birt niðurstöður úr stofnmælingu botnfiska að haustlagi. Leiðangurinn stóð yfir frá 4. október til 3. nóvember. Eins og vænta mátti hélt stofnvísitala ýsu áfram að hækka sem hún hefur almennt gert frá árinu 2016. Leita þarf aftur til ársins 2009 til að finna hærri gildi en nú mældust. Ýsa 2 ára og yngri…
-
Fiskifréttir komnar á Tímarit.is
Vakin er athygli á að búið er að skanna tímaritið Fiskifréttir frá því útgáfa hófst 26. ágúst 1983 til ársins 2007 og birta á Tímarit.is. Frá árinu 2007 eru Fiskifréttir þegar til á pdf formi. Í þessum gögnum má finna nánast allt um sjávarútveg á árabili útgáfunnar. „Með kátu fólki á Skaganum á baksíðu…
-
„Hendum ekki verðmætum og orðsporinu um leið
Ögmundur Knútsson fiskistofustjóri sendi frá sér grein sem birtist sem skoðun á Vísi. Fyrirsögn greinarinnar er: „Virkt eftirlit er grundvöllur verðmætasköpunar Í greininni er m.a. vikið að brottkasti og bent á að ónægar upplýsingar séu um hversu miklu sé hent: „Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur gagnrýnt að mjög takmörkuð gögn liggi fyrir um…
-
Fiskveiðistjórnun
Grein eftir Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birtist í Morgunblaðinu 10. desember sl. Heiti greinarinnar er: „Endurreist landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Þar segir m.a.: „Óskandi er að haldið verði einnig áfram þar sem frá var horfið í minni tíð með breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, verndun grunnslóða, eflingu strandveiðiflotans, aukinn rétt sjávarbyggðanna og strandveiðar. Heildstætt frumvarp mitt…
-
Drónaeftirlit Fiskistofu
Í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun var rætt við Arthur Bogason formann LS um brottkast og drónaeftirlit Fiskistofu. Arthur sagði að „ef tilgangur Fiskistofu sé að nota eftirlit sem fælingarmátt, þá sýni rannsóknir að fælingarmáttur eftirlits felist í því að greina frá því að eftirlit sé í gangi. Láta eigi vita að eftirlitið fari…
-
LS 36 ára í dag
Þann 5. desember 1985 var Landssamband smábátaeigenda stofnað. 36. afmælisdagur LS í dag. Við stofnun LS var afli smábáta um 20 þúsund tonn. Á síðasta fiskveiðiári veiddu smábátar 85,5 þúsund tonn sem skilaði 26 milljörðum í aflaverðmæti og útflutningsverðmæti var tvöföld sú upphæð. 1. janúar 1991 komu til framkvæmda ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða …
-
Veiðar á loðnu með flottrolli
Gefin hefur verið út reglugerð sem heimilar til áramóta notkun flottrolls við veiðar á loðnu úti fyrir Norðurlandi. Í reglugerð er ákvæði um að skipstjórum beri að tilkynna um væntanlegar veiðar til Fiskistofu einum virkum degi áður en þær hefjast. Jafnframt sé skipstjóra skylt að taka um borð eftirlitsmann samkvæmt nánari fyrirmælum Fiskistofu. Í Austurfréttum…
