Month: April 2022

  • 130 bátar hafa landað grásleppu

    Að loknu grásleppuveiðum í gær, fimmtudaginn 28. apríl, höfðu 130 bátar landað afla.  Það eru 9 bátum færra en á sama tíma í fyrra.  Nú eru á veiðum 67 bátar og 15 mun bætast við á næstu dögum. Nú þegar 40 dagar eru liðnir af vertíðinni stendur heildarafli í 2.456 tonnum sem er samdráttur um…

  • Opnað fyrir umsóknir til strandveiða

    Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir fyrir strandveiðar 2022.   Þannig að heimilt verði að hefja strandveiðar á fyrsta degi, mánudaginn 2. maí, þarf umsókn að hafa borist Fiskistofu fyrir kl 13:30, föstudaginn 29. apríl og greiðsluseðill greiddur fyrir 21:00 sama dag. Umsóknir Fiskistofa:  Allt um strandveiðar Hafsýn og Aflarinn Eins og áður þarf að skila…

  • 10 þúsund tonn af þorski til strandveiða

    Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð þar sem veiðiheimildir í þorski til strandveiða eru auknar úr 8.500 tonn í 10.000 tonn.  Með reglugerðinni er staðfest að aflaviðmiðun í upphafi strandveiðitímabilsins verður óbreytt frá fyrra ári, 11.100 tonn. Þorskur 10 þúsund tonn, ufsi 1.000 tonn og gullkarfi 100 tonn. Reglugerð um strandveiðar 2022 hefur jafnframt verið…

  • Togveiðar óæskilegar á hrygningarsvæðum síldarinnar

    Fyrir nokkru barst LS ábending frá Guðlaugi Jónassyni félaga í Bárunni Hafnarfirði – Garðabær.  Hann hafði áhyggjur af togveiðum sem stundaðar væru á þekktum hrygningarsvæðum síldarinnar.  Benti á að sl. sumar hefði mátt sjá togara á veiðum á Papa- og Stokknesgrunni á sama tíma og síld gengur þar uppá til að hrygna. Mynd sem hér…

  • Strandveiðar og veiðiskylda

    Á heimasíðu Fiskistofu er vakin athygli útgerða báta sem fengu úthlutað aflamarki á fiskveiðiárinu hvort veiðiskylda hafi verið uppfyllt, þ.e. að viðkomandi hafi veitt að lágmarki 50% í þorskígildum talið. Sérstaklega er mönnum bent á að „strandveiðiafli telur ekki upp í veiðiskyldu og óheimilt er að stunda veiðar samkvæmt öðrum leyfum á meðan strandveiðileyfi er…

  • „Styrkjum strandveiðar

    Í Morgunblaðinu í dag birtist meðfylgjandi grein eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.     

  • Grásleppa – verð að hækka

    Átta bátar hófu grásleppuveiðar á fyrsta degi vertíðarinnar þann 20. mars.  Eins og fram hefur komið gildir grásleppuleyfið í 25 samfelda daga og lýkur því veiðum þeirra í dag 13. apríl.   LS hefur tekið saman upplýsingar um stöðu veiðanna og borið saman við vertíðina 2021.  Samantektin miðast við löndunartölur til og með 12. apríl…

  • Grásleppuveiðar – mótmæli á Grænlandi

    Þær fréttir berast nú frá Grænlandi að þar séu grásleppuveiðar ekki enn hafnar.  Ástæðan er óánægja með verð sem Royal Greenland, þeirra helsti kaupandi, býður og það magn sem fyrirtækið er tilbúið að kaupa.   Félagsmenn í KNAPK, systursamtök LS á Grænlandi, efndu til mótmæla sl. mánudag fyrir utan höfuðstöðvar RG til að leggja áherslu…

  • Grásleppuveiðar – ráðherra fylgir tillögu LS

    Matvælaráðherra hefur ákveðið að fjölga ekki veiðidögum við grásleppuveiðar á vertíðinni 2022.  Líkt og undanfarin ár leitaði ráðuneytið umsagnar Landssambands smábátaeigenda og fleiri grásleppusjómanna, hvort ástæða væri til þess að fjölga leyfilegum dögum við grásleppuveiðar og hver tillaga þeirra væri þar um. Eins og fram hefur komið var það niðurstaða fundar grásleppunefndar LS sem haldinn…

  • LS leggur til 25 daga á grásleppu

    Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur fjallað um erindi matvælaráðuneytisins dagsett 4. apríl sl.  Í því leitar ráðuneytið eftir áliti LS á því, hvort ástæða sé til að breyta leyfilegum dagafjölda frá því sem fram kemur í reglugerð um hrognkelsaveiðar árið 2022, að leyfi hvers báts skuli vera 25 samfelldir dagar. Niðurstaða fundar grásleppunefndar LS sem haldinn…