Fiskistofa hefur tilkynnt að línuívilnun í steinbít verði felld niður frá og með 18. maí. Ákvörðunin byggir á 4. gr. reglugerðar nr. 921/2021 um línuívilnun.
Samkvæmt reglugerð um veiðar í atvinnuskyni er viðmiðun til línuívilnunar í steinbít 177 tonn. Búið er að nýta um 142 tonn og því 35 tonn eftir til nýtingar á 4. tímabili sem hefst 1. júní.
Taflan sýnir hvernig línuívilnun í steinbít hefur dreifst.
Línuívilnun í steinbít | |||
| Viðmiðun | Ívilnun | Mismunur |
01.09.2021 til 30.11 | 8.000 Kg | 2.887 Kg | 5.113 Kg |
01.12 til 28.02.2022 | 27.000 Kg | 7.751 Kg | 19.249 Kg |
01.03. til 31.05 | 107.000 Kg | 130.921 Kg | - 23.921 Kg |
01.06. til 31.08 | 35.000 Kg | 0 Kg | 35.000 Kg |
Samtals |
177.000 Kg |
141.559 Kg |
35.441 Kg |
Staða allra tegunda