Strandveiðar í maí - met slegin - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar í maí - met slegin
Í nýliðnum maí lönduðu alls 611 bátar samtals 3.672 tonnum og afli hefur aldrei verið meiri frá upphafi strandveiða árið 2009.  Þar af var þorskur 3.293 tonn sem er aukning um 699 tonn milli ára.


Þann 30. maí sl. var landað alls 373 tonnum sem er dagsmet.  Fyrra metið var 28. júní í fyrra 367 tonn.


Á öllum svæðum jókst afli milli ára.  Hlutfallslega mest á svæði D um 46% og munar þar mestu um góðan ufsafla.


Áætlað aflaverðmæti 1 347 milljónir mikil hækkun frá síðasta ári þegar afli í maí gaf um 755 milljónir.


 

efnisyfirlit síðunnar

...