Jón Ingvar Hilmarsson á Birtu SU36 aflahæstur á strandveiðum 2019 - Landssamband smábátaeigenda

Jón Ingvar Hilmarsson á Birtu SU36 aflahæstur á strandveiðum 2019

Aflahæstur á strandveiðum 2019 var Jón Ingvar Hilmarsson á Birtu SU 36 með 52,4 tonn i 46 róðrum.  Jóni gerir út frá Djúpavogi er hér með óskað til hamingju með árangurinn.  


Í stuttu spjalli við Jón Ingvar sagði hann strandveiðarnar í ár hafa verið þær leiðinlegustu frá upphafi.  Bræla nánast upp á hvern einasta dag en þær færðu manni nú sjaldnast mikla ánægju. Jón sagðist ánægður breytingar sem gerðar hafa verið á kerfinu.  Nauðsynlegt væri þó að þróa það áfram, til dæmis að allir dagar mánaðarins væru strandveiðidagar til að auðvelda mönnum að ná 12 dögum í hverjum mánuði.  Aðrar breytingar þyrfti í raun ekki að gera.

20190830_134801.png
          

efnisyfirlit síðunnar

...