Auka á þorskkvótann í apríl - Landssamband smábátaeigenda

Auka á þorskkvótann í apríl
Á aðalfundi LS fjallaði Örn Pálsson framkvæmdastjóri um ástand þorskstofnsins.  Eftir skerðingu þrjú ár í röð væri komið að aukningu.   Ekki væri ástæða til að bíða til 1. september heldur ætti að bregðast strax við og auka leyfilegan heildarafla í apríl.  


20 ÖP úr Fiskifréttum .png
Í ræðu sinni á aðalfundi LS sagði Örn eftirfarandi um leyfilegan heildarafla í þorski:  


„Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar frá júlí sl. er boðað að skerðing aflaheimilda í þorski sé lokið að sinni.  Veiðistofn vaxi úr 1 070 þúsund tonnum í 1.124 þúsund tonn.  


Eftir að hafa fylgst með aflabrögðum og heyrt frá sjómönnum um land allt er ég ekki í vafa um að haustrall Hafrannsóknastofnunar sem nú stendur yfir og marsrallið munu koma mjög vel út varðandi þorskinn.  Verði sú raunin á, er ekki eftir neinu að bíða með að auka við þorskkvótann strax í apríl, ekki að bíða með það fram í september.  Við eigum að nýta okkur það góða ástand sem er á mörkuðum um þessar mundir og auka okkar hlutdeild þar.   Hér er um milljarða spursmál að ræða sem í raun þolir enga bið og því er vert fyrir matvælaráðherra að skoða þennan möguleika strax.“

 

efnisyfirlit síðunnar

...