Loðnukvótinn aukinn um 67% - Landssamband smábátaeigenda

Loðnukvótinn aukinn um 67%
Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við aflareglu strandríkja, að leyfilegur heildarafli í loðnu á yfirstandandi fiskveiðiári verði ekki meiri en 459 800 tonn.  Aukingin nemur 184 100 tonn - 67%.    Útfrá því að aukningin byggir alfarið á mælingum úti fyrir Húnaflóa hvetur Hafrannsóknastofnun til að afli sem nemur veiðibótarráðgjöf verði veiddur sem mest á þeim slóðum, þ.e. úti fyrir N-landi frá Horni að Langanesi.  Því kemur það á óvart að stofnunin skuli heimila að þriðjungi hennar verði bætt við áðurgefna ráðgjöf sem nýtt verði með veiðum við S- og V-ströndina.


Samkvæmt þessu verður „heimilt“ að veiða 337 100 tonn við S- og V-strönd landsins - 22% aukning - og 122 700 tonn úti fyrir N-landi.  Við þetta vaknar spurning um hvaða mælingar liggja til grundvallar því að auka loðnukvótann um rúman fimmtung?  Við ráðgjöf upp á 275 705 tonn var byggt á að stærð veiðistofn væri 743 635 tonn sem nú mælist 952 933 tonn og gefur fyrrgreinda aukningu. Matvælaráðherra hefur tekið ákvörðun um að undirrita að reglugerð á morgun 27. febrúar, þar sem endanlegt útgefið aflamark í loðnu verði ákveðið í samræmi við ráðgjöf Hafró. 


screenshot-2023-02-24-161338.png
Leiðarlínur Árna Friðrikssonar 12.-21. febrúar ásamt 
dreifingu hafíss norðvestan við Ísland.
 

efnisyfirlit síðunnar

...