Svæðaskipting strandveiða - 129 umsagnir - Landssamband smábátaeigenda

Svæðaskipting strandveiða - 129 umsagnir
Fjöldi umsagna í samráðsgátt um drög að frumvarpi um breytta veiðistjórn á strandveiðum endaði í 129.  Áhugi var og er því gríðarlegur á málefninu.  Meðal þess sem fram kemur í umsögn LS:


    • að áfram verði byggt á núverandi kerfi.  Þar er m.a. bent á leiðir til að tryggja betur svo ekki þurfi að koma til stöðvunar veiða áður en tímabilinu lýkur 31. ágúst.  


    • að nægjanlegar aflaheimildir séu tiltækar til að tryggja 48 daga og því alger óþarfi að svæðaskipta strandveiðum


    • að matvælaráðherra falli nú þegar frá því að leggja frumvarpið óbreytt fram.  Þær breytingar sem LS leggur til er að fellt verði á brott ákvæði lokamálsliðs 2. málsgreinar 6. gr. a sem orðast svo:
„Þá skal Fiskistofa með auglýsingu í Stjórnartíðindum stöðva strandveiðar þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla, að ufsa undanskildum, verði náð samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur um strandveiðar fyrir hvert ár.“

Með því yrði tryggt að lágmarksfjöldi daga til strandveiða væru 48.“
230216 logo_LS á vef.jpg
 

efnisyfirlit síðunnar

...