VS heimild við grásleppuveiðar verði 25% - Landssamband smábátaeigenda

VS heimild við grásleppuveiðar verði 25%
LS hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (afnám tegundatilfærslu í deilistofnum botnfisks o.fl.).  Megin tilgangur frumvarpsins er að koma í veg fyrir ofveiði á íslenskum deilistofnum botnfisks vegna reglan um tegundatilfærslur og tryggja þannig framfylgni milliríkjasamninga um stofnana.


Breytingarnar eiga við 11. gr. laga um stjórn fiskveiða sem fjallar um nokkur fleiri atriði en það sem frumvarpið fjallar um.  Af þeim sökum taldi LS rétt að óska eftir að nefndin gerði jafnframt eftirfarandi breytingar að tillögu sinni.    


    • Aflamark flutt milli skipa innan ársins myndi rétt til 15% flutnings milli ára. 
Útgerð margra smábáta er háð viðbótarheimildum sem leigðar eru frá öðrum skipum.  Við lok fiskveiðiársins veldur það óhagræði að geta ekki flutt hluta af þeim yfir á næsta fiskveiðiár.  Ákvæðið á nú eingöngu við úthlutað aflamark, þ.e. þeir sem hafa enga aflahlutdeild hafa ekki þennan rétt.


    • Fiskur undir tiltekinni stærð teljist aðeins að hluta með í dagsafla strandveiðibáta

    • Línuívilnun gildi fyrir alla dagróðrabáta minni en 30 brt. og styttri en 15 metrar

    • Heimild til VS-afla við grásleppuveiðar verði 25%.
230301 logo_LS á vef.jpg
 

efnisyfirlit síðunnar

...