Ráðstefna um umhverfisáhrif sjávarafurða og orkuskipti í fiskveiðum - Landssamband smábátaeigenda

Ráðstefna um umhverfisáhrif sjávarafurða og orkuskipti í fiskveiðum
Á miðvikudaginn (13. september) fer fram áhugaverð ráðstefna í Hörpu þar sem fjallað verður um umhverfisáhrif sjávarafurða og orkuskipti í fiskveiðum.


Á ráðstefnunni munu margir helstu sérfræðingar Norðurlandanna í sviði sjálfbærni og orkuskipta í sjávarútvegi halda framsögur, og verður þar fjallað um viðfangsefnið frá mörgum hliðum.
Screenshot 2023-09-11 at 16.45.17.png
Sérstaklega verður áhugavert fyrir smábátaeigendur að sjá eftirfarandi kynningar:

Dr. Friederike Ziegler frá RISE í Svíþjóð mun kynna hvernig Evrópusambandið hyggst leggja áherslu á samdrátt í CO2 losun frá sjávarútvegi, en þar hljóta smábátaveiðar með lítið kolefnisspor að vera í lykilhlutverki.

Ditte Stiler frá Norrænum orkurannsóknum mun fjalla um þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á norðurlöndunum í orkuskiptum fiskiskipa, þar á meðal smábáta.

Dr. Ole Ritzau Eignaard frá DTU í Danmörku mun fjalla um þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á botnraski við togveiðar og það kolefni sem leysist úr læðingi við að hreifa við hafsbotninum á þann hátt.

Kaj Portin frá Wartsilla í Finnlandi mun fjalla um þróun fyrirtækisins á vélbúnaði fyrir nýja orkugjafa
 

LS hvetur félagsmenn til að mæta á ráðstefnuna, en aðgangur er ókeypis.


Dagskrá og skráning fer fram á vefsíðu ráðstefnunnar.


 

efnisyfirlit síðunnar

...