Ályktanir 39. aðalfundar LS - Landssamband smábátaeigenda

Ályktanir 39. aðalfundar LS
Á aðalfundi LS sem haldinn var 12. og 13. október voru alls 70 ályktanir samþykktar.  Þær hafa nú verið teknar saman og flokkaðar í 10 efnisflokka.
 
 
 
Eins og gefur að skilja er í ályktunum fundarins komið inn á flest málefni sem snerta smábátaeigendur.   Strandveiðar, línuívilnun, grásleppu, vigtun sjávarafla, byggðakvótar, helmingur almenns byggðakvóta fari til strandveiða, veiðar með flotvörpu, sjálfskoðun smábáta, humarveiðar, geymslurétt milli ára, eignarhald strandveiðibáta, o. fl.
 
 
Aðalfundurinn var vel sóttur og gengu nefndarstörf með miklum ágætum.  
 
Guðlaugur Birgisson og Guðbjartur Örn Einarsson stýrðu sjávarútvegsnefnd og Andri Viðar Víglundsson og Magnús Þór Hafsteinsson allsherjarnefnd og kann LS þeim ásamt nefndarmönnum fundarstjóra Guðmundi Páli Jónssyni og fundarritara Magnús Jónssyni miklar þakkir fyrir. 
 


231014 logo_LS á vef.jpg
 

efnisyfirlit síðunnar