Grásleppuveiðar - 40 veiðidagar - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppuveiðar - 40 veiðidagar 
Birt hefur verið í Stjórnartíðindum reglugerð um breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar 2024. Breytingin varðar fjölda veiðidaga á yfirstandandi vertíð.
Heimilt verður að stunda veiðar í 40 daga.
 

Matvælaráðuneytið óskaði eftir erindi frá LS um fjölda daga á vertíðinni.  Grásleppunefnd fjallaði um málefnið og mælti með að fjöldi daga yrðu 30 - 32.  Í bréfi LS til ráðuneytisins var m. a. bent á að upphaf vertíðar nú væri ekki ósvipað og 2022 sem skilaði sem skilaði 4.293 tonna heildarafla þar sem veiðidagar voru 25. 
 

Hafrannsóknastofnun hefur mælt með að heildarafli fari ekki umfram 4.030 tonn sem er 8,6% minna en stofnunin mælti með í fyrra.  Veiði á vertíðinni 2023 nam 3.797 tonnum.
 
 
 
 

 

efnisyfirlit síðunnar