Strandveiðar - hversu mikið má veiða - staðan - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar - hversu mikið má veiða - staðan
Strandveiðar eru nú komnar á fullt skrið.  Fyrsta vikan búin og skilaði hún alls um 300 tonnum þá þrjá daga sem heimilt var að veiða.   Fjöldi báta á bakvið aflann er 291, þar af 121 á svæði A.  Svæði D hefur gefið mestan afla miðað við róðra, 693 kg að meðatali sem hver sjóferð hefur skilað.  Hver sjóferð þann 3. Maí skilaði hæsta meðaltalinu á tímabilinu 724 kg hjá þeim 108 bátum sem þá komust á sjó.  Þann dag var hæsta meðaltalið á svæði C hjá þeim 30 bátum sem réru 894 kg að meðaltali.


Taflan sýnir yfirlit sem lokar tímabilinu 2. - 4. maí.

 

á veiðum

afli alls

afli pr. róður

A

121 bátar

115 tonn

632 kg

 

B

46 bátar

31 tonn

537 kg

 

C

42 bátar

42 tonn

557 kg

 

D

82 bátar

111 tonn

693 kg

 
Jafnt og undanfarin ár má afli í hverri sjóferð ekki fara umfram 650 þorskígildi.  Veiði viðkomandi eingöngu þorsk er hámarkið 774 kg.  Sé eingöngu um ufsa að ræða í tiltekinni veiðiferð er hámarkið 1.005 kg.


Við útreikninga til þorskígilda skal margfalda óslægðan afla með eftirfarandi stuðlum:

Þorskur         0,8400

Ufsi         0,6468

Ýsa         1,0332

Karfi         0,7900

Steinbítur         0,7110

Langa 0,5440

Keila 0,4230

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...