Áður en við kjósum - Landssamband smábátaeigenda

Áður en við kjósum
Á aðalfundi Hrollaugs sem haldinn var 27. september ákvað Elvar Örn Unnsteinsson formaður félagsins að gefa ekki kost á sér lengur.  Vigfús Ásbjörnsson var kosinn formaður Hrollaugs með dynjandi lófaklappi.  Myndin sýnir Vigfús (tv) taka við embættinu.

P1090375 (1).jpg


Eins og fram hefur komið hafa Hrollaugsmenn gengið hart eftir breytingum á strandveiðikerfinu.  Strandveiðar verði heimilaðar 

  • alla mánudaga
  • alla þriðjudaga
  • alla miðvikudaga
  • alla fimmtudaga

tímabilið í maí, júní, júlí, ágúst.
Hvatningarorð Hrollaugsmanna til smábátaeigenda:


  • Höldum kröfum okkar lifandi í fjölmiðlum um land allt alla daga, hjá stjórnmálaflokkunum, þingmönnum og tilvonandi þingmönnum.  

  • Köllum eftir afstöðu þeirra áður en við kjósum. 

  • Berjumst allir sem einn, fyrir sömu kröfunni.  

  • Sendum fyrirspurnir á þá sem bjóða sig fram, förum í fjölmiðla og aukum umræðuna, verum sýnileg/ir og stöndum saman.

  • Með markvissum aðgerðum LS, aðildarfélaga þess og strandveiðimanna allra munum við ná fram sanngjarnri kröfu okkar.

  • Marserum í takt.  Ekkert fær stöðvað þann fjölda sem kemur að útgerð 664 standveiðibáta.
 

efnisyfirlit síðunnar

...