Aðalfundir Snæfells, Árborgar og Króks - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundir Snæfells, Árborgar og Króks
Svæðisfélög LS undirbúa sig nú hvert af öðru fyrir aðalfundi félaganna.  Snæfell ríður á vaðið og hefur boðað félagsmenn sína til fundar í Grundarfirði nk. sunnudag 17. september.

Fundurinn verður haldinn á Kaffi Emil og hefst kl 16:00.

Snæfell er fjölmennast þeirra 16 svæðisfélaga sem mynda LS.  Alls 123 bátar í eigu félagsmanna.  Á næstu vikum funda félögin hvert af öðru og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna á fundina og sína þannig styrk smábátaeigenda.  Mörg málefni brenna á félagsmönnum sem nauðsynlegt er að ræða og álykta um. 

Þar má nefna:

    • Veiðigjald - en hækkun um rúm 100% á þorski og ýsu kom til framkvæmda 1. september sl.
    • Viðbrögð við lágu fiskverði.
    • Strand-, makríl- og grásleppuveiðar.
    • Breytingar á lögum LS.
  


Árborg

Aðalfundur Árborgar verður haldinn í Rauða húsinu á Eyrarbakka nk. þriðjudag 19. september.  Fundurinn hefst kl 18:00.Strandveiðifélagið KRÓKUR

Aðalfundur KRÓKS verður haldinn á Fosshótelinu á Patreksfirði laugardaginn 23. september.  Fundurinn hefst kl 14:00. 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...