Beiðni um að upphafsdagur grásleppuvertíðar verði 1. mars - Landssamband smábátaeigenda

Beiðni um að upphafsdagur grásleppuvertíðar verði 1. mars



 

LS hefur sent Matvælaráðuneytinu erindi þar sem óskað er eftir að upphafsdagur grásleppuvertíðar 2024 verði 1. mars.

 

Í bréfi LS segir m.a.

Megin ástæða beiðninnar er að á undanförnum árum hefur markaður fyrir fersk grásleppuhrogn í Danmörku farið vaxandi.  Samfara hefur útflutningur héðan aukist jafnt og þétt og skilað góðu verði til sjómanna og útflytjenda.  Markaðurinn er þó enn takmarkaður við tímann frá áramótum og fram að páskum.  Þar sem páskar eru mjög snemma í ár, páskadagur 31. mars,  er hætt við að íslenskir sjómenn geti ekki nýtt sér eða annað markað fyrir fersk grásleppuhrogn hefjist vertíðin 20. mars.  Auk hrogna frá Íslandi selja danskir og sænskir sjómenn hrogn sín inn á þennan markað.“

 

Vænta má svara innan skamms.

 

 


 

efnisyfirlit síðunnar